

Yoga Núna fagnar sumarsólstöðum
🌞 Yoga Núna á sumarsólstöðum—
fögnum ljósi og orku 🌞
Alþjóðlegi yogadagurinn er 21.júní nk. Komdu og fagnaðu með okkur sumarsólstöðum—lengsta degi ársins þar sem ljósið og orkan er í hámarki.
Sólarhyllingar eru fullkomnar til að halda uppá daginn.Tíminn hefst á öndun og lendingu. Svo keyrum við upp hitann með sólarhyllingum og mjúku flæði. Liðkum okkur svo við njótum þess betur að vera úti að leika í sumar. Við lofum ljúfri slökun í lok tímans.
Á þessum viðburði fáum við gott tækifæri til þess að tengjast öndun, mýkja líkamann og gefa huganum ró.
Hlökkum til að sjá ykkur
📍 Hvar: Fiskislóð 75, 101 Reykjavik. NUNA stúidíó.
📆 Hvenær: 21. júní
⏰ Tími: 13:00-14:30
💛 Verð: 2990kr.
➡️ Takmörkuð pláss í boði. Hægt að greiða á staðnum, með AUR eða millifærslu. Kt: 511224-2250 reiknisnr: 0133-26-019179